Fara í efni

Heilsuvika nálgast - Vorhlaup VMA 3. apríl

Mataræði og hreyfing verður í öndvegi í heilsuviku
Mataræði og hreyfing verður í öndvegi í heilsuviku

Framundan er heilsuvika í VMA – nánar tiltekið dagana 1. – 5. apríl nk. – og verður áherslan í skólastarfinu þá daga á hollt mataræði og hreyfingu. Af þessu tilefni er leitað til nemenda með hugmyndir að viðburðum eða öðru skemmtilegu sem tengist þema vikunnar. Einnig er óskað eftir heimatilbúnum matreiðslumyndböndum, með áherslu á holla morgun-, hádegis- og kvöldverði. Einnig væri gaman að fá myndbönd með jógaæfingum eða núvitundaræfingum.

Valgerður Jónsdóttir kennari tekur við öllum góðum hugmyndum á netfangið vala@vma.is.

Liður í heilsuvikunni verður hið árlega Vorhlaup VMA sem hefur unnið sér fastan sess. Vorhlaupið verður miðvikudaginn 3. apríl, hlaupið hefst kl. 17:30 við austurinngang skólans. Hægt verður að velja um tvær vegalengdir, 5 km og 10 km. Grunnskólanemendur geta bara tekið þátt í 5 km hlaupinu.

Verð í forskráningu fyrir báðar vegalengdir

500 kr fyrir grunnskóla- og framhaldsskólanema (f. 1999 og seinna).
1.500 kr fyrir hlaupara í opnum flokki (f. 1998 og fyrr).

Verð á keppnisdegi fyrir báðar vegalengdir

500 kr fyrir grunnskóla- og framhaldsskólanema (f. 1999 og seinna).
2.000 kr fyrir hlaupara í opnum flokki (f. 1998 og fyrr).

Skráning í Vorhlaup VMA er á vefnum hlaup.is.

Að vanda verða glæsileg verðlaun fyrir þá efstu í hverjum flokki og fjöldi útdráttarverðlauna. Frítt verður í sund í Sundlaug Akureyrar fyrir þátttakendur í hlaupinu.

Nánar um Vorhlaup VMA hér á heimasíðu skólans þegar nær dregur.