Fara í efni  

Heillandi Stöđvarfjörđur

Heillandi Stöđvarfjörđur
Líf Sigurđardóttir viđ "Súlur viđ Stöđvarfjörđ".

Ţađ kom aldrei neitt annađ til greina hjá Líf Sigurđardóttur en ađ fara á listnáms- og hönnunarbraut VMA og lćra grunninn í myndlist. Hún segist hafa teiknađ frá blautu barnsbeini og ţví hafi leiđin snemma veriđ mörkuđ.

Líf fćddist á Akureyri en fluttist međ foreldrum sínum á Akranes og ţar bjó fjölskyldan nćstu árin. Síđan lá leiđin til höfuđborginnar ţar sem Líf segist hafa veriđ í tvemur grunnskólum, fyrstu sex veturna í Langholtsskóla og síđan í sjöunda bekk í Waldorskólanum Sólstöfum. Hún rifjar upp ađ ţar hafi hún endanlega tekiđ ákvörđun um ađ lćra myndlist ţví áherslan í skólanum hafi öll veriđ á sköpun af ýmsum toga, hún hafi veriđ rauđi ţráđurinn í gegnum allt nám í skólanum. Í áttunda bekk var Líf í Grenivíkurskóla og síđustu tvö ár grunnskólans var hún í Naustaskóla á Akureyri og ţar býr hún nú. „Auđvitađ má kannski segja ađ ţađ hafi ekki veriđ sérstaklega gott ađ fara í gegnum svo marga skóla á grunnskólastiginu en hins vegar tel ég ađ ţađ hafi veriđ mikilvćgur ţáttur í ađ ţroskast ađ hafa búiđ á mörgum stöđum og kynnst ólíkum skólum,“ segir Líf.

Aftur er vikiđ ađ ţeirri ákvörđun ađ fara í myndlistarnám. Líf segir ađ í sínu tilfelli hafi hjartađ ráđiđ för og ţađ telji hún almennt mikilvćgt. „Ţađ hefur lengi heillađ mig ađ geta tjáđ mig međ list,“ segir hún.

Síđustu daga hefur veriđ uppi á vegg í VMA – viđ austurinngang – verk sem Líf gerđi á námskeiđi hjá Björk Eiríksdóttur ţar sem hún blandar saman bleki, akríl og krít. Verkiđ segir hún ađ hluta unniđ úr ţremur eldri myndum sem hún hafi einfaldlega rifiđ og púslađ saman í eina mynd sem hún kallar Súlur viđ Stöđvarfjörđ. Myndefniđ er sem sagt fjöllin viđ Stöđvarfjörđ – sá hluti ţeirra sem kallast Súlur, sem Líf segir ađ hafi strax heillađ sig ţegar hún kom ţangađ fyrst í heimsókn međ kćrasta sínum sem er frá Stöđvarfirđi.

En hvađ ber framtíđin í skauti sér eftir ađ náminu lýkur í VMA í vor? Ţví segist Líf ekki geta svarađ ađ öđru leyti en ţví ađ til ađ byrja međ sjái hún fyrir sér ađ fara tímabundiđ út á vinnumarkađinn en í framtíđinni heilli ađ búa erlendis og lćra meira í myndlist. „Draumurinn er ađ reka eigiđ gallerí og kannski kaffihús til hliđar viđ ţađ,“ segir Líf og brosir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00