Fara í efni

Heiðraðir fyrir þrjátíu ára starf í VMA

Fimm af níu starfsmönnum sem voru heiðraðir.
Fimm af níu starfsmönnum sem voru heiðraðir.

Verkmenntaskólinn á Akureyri er þrjátíu ára um þessar mundir og af því tilefni var efnt til hófs í Gryfjunni sl. laugardag þar sem um 140 núverandi og fyrrverandi starfsmenn skólans og aðrir gestir komu saman og gerðu sér glaðan dag. 

Við þetta tækifæri voru heiðraðir starfsmenn sem hafa starfað innan veggja skólans síðan hann var settur á stofn fyrir þrjátíu árum. Fimm þeirra voru mættir í hófið sl. laugardag: Adam Ásgeir Óskarsson, Borghildur F. Blöndal, Hálfdán Örnólfsson, Haukur Jónsson og  Þórhallur Ragnarsson. Mynd af þeim fimmmenningum fylgir þessari frétt. Fjarverandi voru Benedikt Bragason, Hinrik Þórhallsson, Erna Hildur Gunnarsdóttir, Garðar Lárusson og Þröstur Ásmundsson.

Una Aðalbjörg Sigurliðadóttir, starfsmaður VMA til tæplega þrjátíu ára, færði skólanum að gjöf Landbúnaðarsögu Íslands.

Margrét Pétursdóttir, fyrrv. skólahjúkrunarfræðingur og kennari við sjúkraliðabraut skólans, gaf skólanum hraunmola úr Holuhrauni en þar hafði hún verið í hópi vísindamanna. Kristján Tryggvason, jarðfræðikennari, veitti hraumolanum viðtöku.

Við þetta tækifæri opnaði Sigríður Huld Jónsdóttir aðstoðarskólameistari nýja heimasíðu skólans og Hjalti Jón Sveinsson skólameistari gerði grein fyrir skipulagi lóðar skólans.

Hilmar Friðjónsson kennari var með myndavélina á lofti í afmælishófinu og tók þessar myndir