Fara í efni

Háskólakynning í VMA í dag

Í dag, miðvikudaginn 12. mars, kl. 10.00-13.30, verður árleg háskólakynning í M-01 – miðrými VMA, þar sem háskólar landsins kynna nemendum námsframboð sitt.

Í dag, miðvikudaginn 12. mars, kl. 10.00-13.30, verður árleg háskólakynning í M-01 – miðrými VMA, þar sem háskólar landsins kynna nemendum námsframboð sitt.

Um síðustu helgi var kynning á starfsemi háskólanna í Kórnum í Kópavogi og í framhaldinu verða kynningar á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, eins og verið hefur undanfarin ár. Þessar háskólakynningar eru mörgum nemendum mikilvægur vegvísir í námi þeirra, bæði þeirra nemenda sem eru að ljúka námi og eru að ákveða í hvaða nám þeir eiga að fara í framhaldinu og og einnig sýnir reynslan að margir nemendur sem eru komnir styttra í námi fá hugmyndir út frá þessum háskólakynningum og eiga auðveldara með að ákveða hvaða leið þeir eigi að fara í framhaldsskóla til þess að undirbúa sig sem best fyrir viðkomandi nám á háskólastigi.

Sem kunnugt er eru sjö háskólar á Íslandi; Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Listaháskóli Íslands.

Háskólakynningin er öllum opin og eru allir þeir sem áhuga hafa hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri og afla sér upplýsinga um þær fjölmörgu leiðir sem eru í boði í háskólanámi á Íslandi.