Fara í efni

Háskóladagurinn í VMA í dag

Frá háskóladeginum í dag. Mynd: Hilmar Friðjónsson
Frá háskóladeginum í dag. Mynd: Hilmar Friðjónsson

Það getur oft verið úr vöndu að ráða fyrir nemendur hvert leiðin liggur að loknum framhaldsskóla. Enda er það svo að námsframboð háskólanna á Íslandi er gríðarlega mikið og fjölbreytt.

Í dag var komið að árlegum háskóladegi í VMA þar sem háskólar landsins kynntu allar þær námsbrautir sem þeir bjóða upp á. Hilmar Friðjónsson kennari var með myndavélina á lofti og tók þessar myndir í dag.