Fara í efni  

Háskóladagurinn á morgun í VMA

Hinn árlegi Háskóladagur verđur í VMA á morgun,  fimmtudaginn 17. mars kl. 09:30 til 11:00. Eftir hádegi, kl. 13:00 til 13:40, verđur sambćrileg kynning í MA.

Háskóladagurinn var sem kunnugt er haldinn ţann 5. mars sl. í Reykjavík en síđan hefur veriđ efnt til sambćrilegra kynninga víđ um land og nú er komiđ ađ Akureyri. Allir háskólar landsins - Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnađarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands - kynna námsleiđir sínar á grunn- og framhaldsstigi, sem eru yfir 500 talsins, og námsráđgjafar verđa á stađnum. Hér er um einstakt tćkifćri ađ rćđa fyrir ţá nemendur sem eru ađ huga ađ framhaldsnámi ađ fá á einu bretti allar ţćr upplýsingar sem ţá vantar.

Ástćđa er til ađ undirstrika ađ háskólakynningin er ekki ađeins hugsuđ ţeim nemendum í VMA sem eru ađ horfa til háskólanáms, hún er einnig opin til dćmis 10. bekkingum og öllum ţeim sem hafa áhuga á ađ kynna sér nám á háskólastigi í landinu. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00