Fara í efni

Háskóladagurinn á morgun í VMA

Hinn árlegi Háskóladagur verður í VMA á morgun,  fimmtudaginn 17. mars kl. 09:30 til 11:00. Eftir hádegi, kl. 13:00 til 13:40, verður sambærileg kynning í MA.

Háskóladagurinn var sem kunnugt er haldinn þann 5. mars sl. í Reykjavík en síðan hefur verið efnt til sambærilegra kynninga víð um land og nú er komið að Akureyri. Allir háskólar landsins - Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands - kynna námsleiðir sínar á grunn- og framhaldsstigi, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjafar verða á staðnum. Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir þá nemendur sem eru að huga að framhaldsnámi að fá á einu bretti allar þær upplýsingar sem þá vantar.

Ástæða er til að undirstrika að háskólakynningin er ekki aðeins hugsuð þeim nemendum í VMA sem eru að horfa til háskólanáms, hún er einnig opin til dæmis 10. bekkingum og öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér nám á háskólastigi í landinu.