Fara í efni

Háskóladagurinn á Akureyri

Í ár verður efnt til veglegs Háskóladags á Akureyri. Háskóladagurinn fer fram í Háskólanum á Akureyri nk. laugardag þann 7. mars kl. 13-16.  Þar verður boðið upp á námskynningar á öllum námsleiðum háskólanna, hægt verður að fá ráðgjöf frá nemendum og námsráðgjöfum allra háskólanna. Samhliða því verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér er heimasíða háskóladagsins http://www.haskoladagurinn.is/