Fara í efni

Hart barist í kosningunum - Gryfjufundur í dag

Á morgun, miðvikudaginn 5. apríl, ganga nemendur VMA að kjörborðinu og kjósa sér nýja stjórn Nemendafélagsins Þórdunu og í stjórnir nokkurra félaga innan skólans. Í tilefni af kosningunum á morgun verður Gryfjufundur í dag, þriðjudag, kl. 9.25 þar sem frambjóðendum gefst tækifæri til þess að kynna sig og síðan munu frambjóðendur ganga í stofur og kynna sig og sín áherslumál.

Í nokkur embætti er sjálfkjörið en um önnur er hins vegar tekist og því eru kynningarplaköt áberandi á göngum skólans. Hér má sjá dæmi um þau.

Sem fyrr segir verður síðan gengið að kjörborðinu á morgun í skólanum og úrslit verða kynnt í löngufrímínútunum á fimmtudag.