Fara í efni

Hárið og eftirréttir í brennidepli

Nýjustu straumarnir í hártískunni kynntir.
Nýjustu straumarnir í hártískunni kynntir.
Í tilefni af Viku símenntunar í iðnaði á Norðurlandi, sem Iðan fræðslusetur stendur fyrir, voru í gær haldin námskeið í VMA. Annars vegar var hárið aðalumfjöllunarefnið frá ýmsum hliðum og hins vegar var námskeið í gerð eftirrétta. Fleiri námskeið verða á vegum Iðunnar í VMA á kynningardegi skólans.

Í tilefni af Viku símenntunar í iðnaði á Norðurlandi, sem Iðan fræðslusetur stendur fyrir, voru í gær haldin námskeið í VMA. Annars vegar var hárið aðalumfjöllunarefnið frá ýmsum hliðum og hins vegar var námskeið í gerð eftirrétta. Fleiri námskeið verða á vegum Iðunnar í VMA á kynningardegi skólans.

 
Í hársnyrtideild VMA var mikið um að vera í gær. Þar voru mætt módel sem unnið var með í því skyni að kynna nýjustu straumana í klippingu og hárgreiðslu. Einnig var boðið upp á námskeið þar sem kynntar voru svokallaðar grænar snyrtivörur. Umsjón með námskeiðinu höfðu Rán Reynisdóttir og Lárus Sölvason. Rán rekur sína eigin stofu og hefur undanfarin ár unnið með grænar hársnyrtivörur. Lárus hefur tekið þátt í norrænu verkefni á vegum Nordisk Frisör frá árinu 2005.
 
Í húsakynnum matvælabrautar bauð Ásgeir Þór Tómasson, bakarameistari og konditor, upp á námskeið í gerð ljúffengra eftirrétta.
 
Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar á áðurnefndum námskeiðum í gær.