Fara í efni

Hárgreiðsla frá barokktímanum

Ólíkar útgáfur á barokkhárgreiðslunni.
Ólíkar útgáfur á barokkhárgreiðslunni.

Það var öðruvísi dagur hjá nemendum í hársnyrtiiðn í gær. Í stað hefðbundinnar kennslu fengu nemendur á fjórðu önn það verkefni að greiða módelum í anda barokktímans, sem var sautjánda öldin og fram á þá átjándu. Nemendur fengu frjálsar hendur með hvernig þeir útfærðu hárgreiðsluna en hún yrði þó að vera í anda barokktímans. Þetta þýddi að nemendur þurftu að leggjast í töluverða rannsóknarvinnu til þess að sjá hvernig hefðarkonur voru greiddar á þessum tíma. Það má bæði sjá á ljósmyndum og í sjónvarpsþáttum þar sem sögusviðið er frá þessum tíma.

En ekki aðeins þurftu nemendur að útfæra hárgreiðsluna, hluti af verkefninu var einnig að farða módelin og útvega viðeigandi fatnað og í lokin tóku nemendur myndir af módelunum sínum. 

Gaman var að sjá fjölbreyttar útfærslur á hárgreiðslunni.