Fara í efni

Haraldur Ingi Haraldsson heldur fyrirlestur í VMA

Haraldur Ingi Haraldsson heldur fyrirlestur í VMA, föstudaginn 19. október kl. 15–16 í stofu M01. Í fyrirlestrinum fjallar Haraldur Ingi Haraldsson um eðli hefðarinnar og tilgang hennar í samtímanum sem haldreipi, hefðina sem uppbyggjandi afl og afl sem hamlar allri framþróun og þarf að leggja í rúst til að uppbygging geti hafist.

Hefðin og samtíminn


Haraldur Ingi Haraldsson heldur fyrirlestur í VMA, föstudaginn 19. október kl. 15-16 í stofu M01.

Í fyrirlestrinum fjallar Haraldur Ingi Haraldsson um eðli hefðarinnar og tilgang hennar í samtímanum sem haldreipi, hefðina sem uppbyggjandi afl og afl sem hamlar allri framþróun og þarf að leggja í rúst til að uppbygging geti hafist.

Sýningin Arsborealis í Ketilhúsinu er tilefni þessara hugleiðinga auk þess sem munir á sýningunni verða til umfjöllunar svo sem tími leyfir.
Að loknum fyrirlestri svarar Haraldur fyrirspurnum.

Fyrirlesturinn er skipulagður af kennurum á listnámsbraut VMA í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina.

Fyrirlesturinn er opin öllum áhugasömum.

Guðm. Ármann

Fyrirlestur