Fara efni  

Handan vi veginn

Handan vi veginn
Sningin er Deiglunni og Mjlkurbinni.
kvld, fstudaginn 22. nvember, kl. 20.00 verur opnu sning Deiglunni og Mjlkurbinni Listagilinu lokaverkefnum nemenda listnmbrautar VMA. Opi verur til 22:00 kvld og einnig verur opi morgun og sunnudag fr kl. 14:00 til 17:00 ba dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Í kvöld, föstudaginn 22. nóvember, kl. 20.00 verður opnuð sýning í Deiglunni og Mjólkurbúðinni í Listagilinu á lokaverkefnum nemenda listnámbrautar VMA. Opið verður til 22:00 í kvöld og einnig verður opið á morgun og sunnudag frá kl. 14:00 til 17:00 báða dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Á sýningunni sýna nemendur fjölbreytt verk, svo sem innsetningar, málverk, skúlptúr, fatahönnun, teikningar, vefnað og fleira og eru verkin afrakstur sjálfstæðrar vinnu þeirra í lokaáföngum af hönnunar- og textílkjörsviði og myndlistakjörsviði.

Sautján nemendur sýna verk sín, átta af hönnunar-og textílkjörsviði og níu af myndlistarkjörsviði.
Verkin voru unnin í lokaáföngum kjörsviðanna (HTL603 og MYL603), sem eru þannig uppbyggðir að nemendur vinna sjálfstætt að einu verki yfir önnina,  frá hugmyndavinnu að sýningu. Að setja upp samsýningu og kynna hana er hluti af námsefninu.

Þeir sautján nemendur sem sýna í Deiglunni og Mjólkurbúðinni eru:

HTL603 - (hönnunar-og textílkjörsvið) - Aldís Marta Sigurðardóttir, Harpa Sveinsdóttir, Katrín Inga Gylfadóttir, Katrín Vinther Reynisdóttir, María Björk Sigþórsdóttir, Sesselja Fanneyjardóttir, Sindri Heiðmann Þórarinsson og Tanja Ýr Einisdóttir.

MYL603 - (myndlistarkjörsvið) - Agnes Yolanda G Tulinius, Anna Nidia G Tulinius, Dagbjört Héðinsdóttir, Dagný Halla Björnsdóttir, Ellen Guðmundsdóttir, Eyþór Mar Skúlason, Kristrún Hrafnsdóttir, Styrmir Þór Sævarsson og Valtýr Örn Stefánsson Jeppesen.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.