Fara í efni

Hallgrímur sýnir í Mjólkurbúðinni

Hallgrímur Stefán Ingólfsson.
Hallgrímur Stefán Ingólfsson.

Hallgrímur Stefán Ingólfsson, myndlistarmaður og kennari við listnáms- og hönnunarbraut VMA, opnaði í dag sýningu á verkum sínum í gömlu Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.

Á sýningunni eru 23 verk og ber hún yfirskriftina Sýnir. Í flestum verkanna er Hallgrímur á sjónum og við sjávarsíðuna. Nöfn verkanna segja sína sögu, t.d. Jól á Halanum 1973, Er hækkar í lest, Kappsigling, Blíða við Fontinn, Landlega og Bræla á makrílveiðum.

Sýning Hallgríms verður opin til 3. desember - frá kl. 13 til 17.