Fara í efni

Hafurtask

Hafurtask - götulistahátíð
Hafurtask - götulistahátíð
20- 25. ágúst stóð Leikhópurinn Þykista fyrir Götulistahátíðinni Hafurtask á Akureyri. Hátíðin er hluti af afmælishátíð Akureyrarbæjar en er þó sjálfstætt verkefni þessa nýja leikhóps sem hefur verið iðinn við frumkvöðlastarf síðan hann var stofnaður haustið 2010.

20- 25. ágúst stóð Leikhópurinn Þykista fyrir Götulistahátíðinni Hafurtask á Akureyri. Hátíðin er hluti af afmælishátíð Akureyrarbæjar en er þó sjálfstætt verkefni þessa nýja leikhóps sem hefur verið iðinn við frumkvöðlastarf síðan hann var stofnaður haustið 2010.

Upp úr hverri smiðju sprettur sýning sem verður hluti af dagskrá Hafurtasks 
laugardaginn 25. ágúst.

Dagskráin fór fram víðsvegar um miðbæ Akureyrar (sjá nánar hér)

Allar nánari upplýsingar og skráning í smiðjur er á hafurtask.is

Þykista vill einnig hvetja öll ungmenni, hvort sem þau tilheyra formlegum hóp, 
óformlegum eða engum hóp - að koma fram á Hafurtaski og 
taka þátt í þessari allsherjar uppskeruhátíð hæfileika, sköpunar og metnaðar 
ungs fólks - Hverjum þeim sem vilja taka þátt er tekið fagnandi. T.a.m hefur 
Nemendafélag Tónlistarskólans á Akureyri skráð atriði til þátttöku, einnig 
Eikverjar, Fjöllistahópurinn Fönix, Parkour danshópur og 
Lopabandið.

Hópar og einstaklingar eru hvattir til að kíkja inn á hafurtask.is og 
nýta þetta einstaka tækifæri til að koma sér á framfæri.