Gulur september
05.09.2025
Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Í ár er kastljósinu ekki síst beint að geðheilbrigði eldra fólks í samfélaginu. Eins og venja er til verður eitt og annað í skólastarfinu í VMA í september sem tengist þessu árlega átaki.
September er valinn fyrir þetta átak vegna þess að Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er 10. september, á miðvikudaginn í næstu viku, og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október. Talað er um gulan september af þeirri ástæðu að gulur er litur sjálfsvígsforvarna.
VMA hvetur alla til þess að gefa Gulum september gaum og því sem hann stendur fyrir. Andleg líðan fólks þarf ætíð að vera í brennidepli.