Fara í efni

Guli liturinn áberandi í dag

Guli liturinn var áberandi í dag í VMA í dag, á Gula deginum 7. september. Með því að klæðast gulu vildu nemendur og starfsmenn sýna stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Guli liturinn er einmitt litur sjálfsvígsforvarna en nk. sunnudag, 10. september, er alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október nk.

Þessar myndir tók Valgerður Dögg Oddudóttir Jónsdóttir kennari í skólanum í dag.