Fara í efni

Guli dagurinn á morgun

Á morgun, 7. september, er Guli dagurinn en þá eru allir hvattir til þess að klæðast gulu, skreyta með gulu, lýsa með gulu og jafnvel borða gular veitingar. Allt er þetta gert til þess að sýna stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Fólk er hvatt til þess að taka myndir af einhverju gulu í umhverfinu og deilda á myllumerkinu #gulurseptember

Guli liturinn var fyrir valinu vegna þess að hann er litur sjálfsvígsforvarna og þessi árstími vegna þess að Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október.

Nánar um þetta hér.