Fara í efni

Guðrún Jóna datt í lukkupottinn

Guðrún Jóna tekur við vinningnum góða.
Guðrún Jóna tekur við vinningnum góða.

Á grunnskólakynningunni í VMA þann 3. nóvember sl. stóð rafiðnaðardeildin fyrir getraun og tóku fjölmargir grunnskólanemendur sem sóttu skólann heim þátt í henni. Í verðlaun var spjaldtölva gefin af Rafiðnaðarsambandi Íslands. Ung stúlka frá Húsavík, Guðrún Jóna Jónmundsdóttir, datt heldur betur í lukkupottinn og fær spjaldtölvuna að launum. Hún hefur nú þegar tekið við henni.

Guðrúnu Jónu er óskað innilega til hamingju um leið og rafiðnaðardeildin þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt. Jafnframt er Rafiðnaðarsambandinu þakkaður sá höfðingsskapur að gefa spjaldtölvuna sem vinning í getrauninni.

Hilmar Friðjónsson var með myndavélina á lofti og smellti nokkrum myndum þegar Guðrún Jóna tók við spjaldtölvunni góðu úr hendi Óskar Inga Sigurðssonar, brautarstjóra rafiðngreina. Hér eru myndir Hilmars.