Fara í efni

Gudrun Brückel með þriðjudagsfyrirlestur

Gudrun Brückel.
Gudrun Brückel.

Í dag, þriðjudaginn 19. janúar, kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Gudrun Brückel, fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Moving houses, moving mountains.

Gudrun mun í fyrrirlestri sínum fjalla um grunnreglur við gerð klippimynda, út frá eigin verkum, en hún vinnur mestmegnis með form náttúrunnar og arkitektúr.

Gudrun Brückel fæddist árið 1954 í Leonberg, Baden-Württemberg í Þýskalandi og nam listfræði í Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart og listmálun í Hochschule der Künste í Berlín undir handleiðslu Max Kaminski og Bernd Koberling. Hún kenndi myndlist í Suður-Þýskalandi á árunum 1980-1985 en hefur síðan starfað sem myndlistamaður og kennari. Gudrun hefur haldið fjölmargar einkasýningar síðan 1978 og tekið þátt í samsýningum. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðunni www.gudrunbrueckel.de.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð á þriðjudögum í vetur sem hófst sl. haust og lýkur fyrir páska.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Aðgangur á fyrirlesturinn í dag er ókeypis og eru allir velkomnir.