Fara í efni

Grunninn skyldi ekki vanmeta

Nemendur önnum kafnir í grunnteikningu.
Nemendur önnum kafnir í grunnteikningu.

Einn af grunnáföngum nemenda á fyrsta ári á listnáms- og hönnunarbraut er teikning þar sem nemendur spreyta sig á að teikna ólík form. Véronique Legros kennir þennan áfanga og þegar litið var inn í tíma til hennar varpaði hún upp nokkrum ólíkum myndum sem nemendur áttu að æfa sig í að teikna – t.d. flaska, hattur og kanína. Æfingin skapar meistarann og því er mikilvægt að æfa sig í að teikna ólíka hluti og það er líka mikilvægt að prófa ólíkar aðferðir.

Þegar litið var inn í kennslustundina voru nemendur að æfa sig í að teikna með kolum en gamli góði teikniblýanturinn er auðvitað mikið notaður og öðrum aðferðum er líka beitt. Að þessu sinni eru 27 nýnemar á listnáms- og hönnunarbraut og er nemendahópnum skipt í tvo minni hópa í grunnteikningunni.

Teikningin er sannarlega mikilvægur hluti af grunninum í listnáminu sem þarf að leggja rækt við til þess að byggja síðan ofan á með ýmsum hætti þegar lengra líður á námið.