Fara í efni  

Grunnur lagđur ađ sumarbústađ

Grunnur lagđur ađ sumarbústađ
Nú er unniđ ađ smíđi burđargrindar.

Ţrátt fyrir ađ örfáir dagar séu liđnir af skólaárinu eru nemendur í byggingadeild nú ţegar komnir í fullan gang međ byggingu sumarbústađar. Ţetta er árvisst verkefni nemenda á ţriđju önn í húsasmíđi og er afar mikilvćgt og lćrdómsríkt fyrir nemendur.

Bygging sumarbústađarins er stóra verkefni nemenda á ţriđju og fjórđu önn í húsasmíđinni. Ađ ţessu vetri loknum fara nemendur á námssamning en koma síđan aftur inn á síđustu námsönnina ađ hálfu öđru ári liđnu og eru ađ henni lokinni tilbúnir í sveinspróf í húsasmíđi.

Sumarbústađarbyggingin er sem fyrr segir afar lćrdómsrík. Eins og vera ber fá nemendur innsýn í ótal marga hluti sem ţeir koma til međ ađ glíma viđ í störfum sínum sem húsasmiđir síđar á lífsleiđinni. Núna eru tuttugu nemendur á ţriđju önn og er ţeim skipt í tvo hópa sem báđir glíma viđ sumarbústađarbygginguna. 

Til ađ byrja međ er grindin undir sumarbústađinn smíđuđ og ađ ţeim hluta verksins er nú veriđ ađ vinna. Síđan eru útveggirnir smíđađir innan dyra og ţegar ţeir verđa tilbúnir verđur húsiđ reist utan dyra.

Undanfarin ár hefur bústađurinn veriđ byggđur samkvćmt sömu teikningunni en ađ ţessu sinni er hann smíđađur samkvćmt nýrri teikningu Steinmars H. Rögnvaldssonar hjá H.S.Á. teiknistofu á Akureyri. Grunnflötur bústađarins, sem er á einni hćđ, er ríflega fimmtíu fermetrar og eru tvö svefnherbergi í húsinu. Yfir hluta hússins er svefnloft.

Í vetur verđur smíđi bústađarins fylgt eftir hér á heimasíđunni. Bústađurinn verđur seldur nćsta sumar eins og hann stendur ţegar skólaárinu lýkur.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00