Fara í efni

Grunnskólanemar úr Húnaþingi vestra í heimsókn

Nemendur og kennarar úr Húnaþing vestra.
Nemendur og kennarar úr Húnaþing vestra.

Nemendur í áttunda og níunda bekk Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga ásamt kennurum komu í heimsókn í VMA í gær og fengu upplýsingar um námsframboð í skólanum, starfsemi skólans, félagslíf og fleira. 

Námsráðgjafarnir Svava H. Magnúsdóttir og Helga Júlíusdóttir og Ómar Kristinsson, sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta skólans, tóku á móti gestunum. Fyrst sögðu námsráðgjafarnir nemendum frá námsframboði og því sem fram fer innan veggja skólans og síðan var skipt í tvo hópa og gengið um skólann til þess að gefa nemendum hugmynd um það fjölbreytta nám sem skólinn býður upp á.

Nemendur og starfsmenn Grunnskóla Húnaþings vestra slógu tvær flugur í einu höggi. Þeir komu til Akureyrar sl. miðvikudag og fóru þá á skíði í Hlíðarfjalli. Aftur lá leiðin í fjallið í gær að skólakynningum loknum og heim verður síðan haldið í dag. 

Við þökkum krökkunum úr Húnaþingi vestra og kennurum þeirra kærlega fyrir heimsóknina. 

Í dag er von á öðrum nemendahópi í heimsókn í VMA, frá Borgarhólsskóla á Húsavík.