Fara í efni

Grunnskólanemar kynna sér starfið í VMA

Grunnskólanemar fræðast um byggingadeildina.
Grunnskólanemar fræðast um byggingadeildina.

Það hefur heldur betur verið gestkvæmt í VMA í þessari viku. Í bæði gær og fyrradag heimsóttu samtals á fimmta hundrað nemendur úr efstu bekkjum grunnskóla af öllu Norðurlandi VMA í því skyni að kynna sér fjölbreytt námsframboð skólans og það starf sem fram fer hér dags daglega. Með krökkunum voru kennarar úr skólunum.

Síðastliðinn miðvikudag heimsóttu VMA nemendur úr 9. og 10. bekk grunnskóla utan Akureyrar. Skólarnir eru Grunnskóli Húnabyggðar, Þelamerkurskóli, Þingeyjarskóli, Grunnskólinn á Þórshöfn, Grunnskóli Raufarhafnar, Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit, Borgarhólsskóli á Húsavík, Grenivíkurskóli, Dalvíkurskóli, Reykjahlíðarskóli í Mývatnssveit, Valsárskóli á Svalbarðsströnd og Öxarfjarðarskóli.

Í gær komu í skólann 10. bekkingar úr grunnskólum Akureyrar – Naustaskóla, Lundarskóla, Brekkuskóla, Oddeyrarskóla, Glerárskóla, Hlíðarskóla og Síðuskóla.

Heimsóknir grunnskólanema og -kennara eru fastur liður og ávallt tilhlökkunarefni að taka á móti öllum þessum gestum og segja þeim frá og sýna Verkmenntaskólann. Bestu þakkir öll fyrir komuna!