Fara í efni  

Grunnskólanemar fjölmenntu í VMA - opið hús kl. 16:30-18:30 í dag

Grunnskólanemar fjölmenntu í VMA - opið hús kl. 16:30-18:30 í dag
Grunnskólakrakkar á listnámsbraut.

Það var fjölmennt í VMA í gær þegar nemendur úr grunnskólum af Norðurlandi, utan Akureyrar, heimsóttu skólann og kynntu sér það fjölbreytta nám sem hann býður upp á. Í dag, fimmtudag, verður áfram gestkvæmt í skólanum því nemendur grunnskóla Akureyrar koma í heimsókn og fá kynningu á skólanum og seinnipartinn í dag, kl. 16:30-18:30, verður síðan opið hús í skólanum og eru allir hjartanlega velkomnir að koma og kynna sér starfsemina og fá vonandi svarað öllum þeim spurningum sem kunna að vakna.

Hilmar Friðjónsson kennari var með myndavélina á lofti í gær og tók myndir af grunnskólanemum í VMA.

Myndaalbúm 1

Myndaalbúm 2 – 360 gráðu myndir


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.