Fara í efni

Grunnskólanemar á skólabekk í VMA

Magni Magnússon, kennari í rafiðngreinum, er hér að kenna nemendum grunnatriðin í að lóða.
Magni Magnússon, kennari í rafiðngreinum, er hér að kenna nemendum grunnatriðin í að lóða.

Núna á vorönn gefst nemendum úr 9. og 10. bekk grunnskóla á Akureyri kostur á því að sækja kennslustundir á fjórum námsbrautum í VMA – hársnyrtiiðn, matvælabraut, listnáms- og hönnunarbraut og rafiðnbraut.

Um er að ræða valgreinar sem grunnskólanemarnir hafa valið til hliðar við sitt daglega nám í sínum grunnskólum.

Þetta samstarf grunnskólanna á Akureyri og VMA hefur verið á undanförnum árum þegar unnt hefur verið að koma því við en ekki var hægt að bjóða upp á þessi námskeið þegar kóvid faraldurinn stóð sem hæst.

Þessi vika er sú fjórða sem grunnskólanemarnir mæta til kennslu í VMA, hver námshópur mætir einu sinni í viku. Kennt verður fram í maí, þar til kennslu lýkur í VMA. Í það heila eru um 80 grunnskólanemar sem nýta þessa valmöguleika í námi sínu.

Hér eru nokkrar myndir af grunnskólanemum í kennslustundum í VMA í liðinni viku.