Fara í efni

Grunnskólakynning í dag

Nemendur úr Naustaskóla mættu í VMA í morgun.
Nemendur úr Naustaskóla mættu í VMA í morgun.

Sem aldrei fyrr iðar VMA af lífi í dag enda mjög gestkvæmt í skólanum. Í dag er grunnskólakynning í VMA sem þýðir að á fimmta hundrað grunnskólanemar af öllu Norðurlandi sækja skólann heim og kynnast því fjölbreytta starfi sem skólinn býður upp á í bæði verknáms- og bóknámsdeildum.

Starfsmenn skólans og nemendur hafa lagt mikið á sig til þess að gera kynninguna eins fræðandi og líflega og mögulegt er. Til að byrja með er nemendum skipt í minni hópa og hverjum hóp er í stórum dráttum kynnt það starf sem fram fer í skólanum. Síðan geta nemendur farið í miðrými skólans – M01 og fengið þar góðar upplýsingar um deildir skólans og og gengið um hann og fengið beint í æð fræðslu nemenda og kennara.

Nemendur fá að gjöf USB-lykil þar sem allar upplýsingar um skólann er að finna og ýmsan annan fróðleik. Einnig er auðvelt að nálgast fjölþættar upplýsingar um starf skólans hér á heimasíðunni.