Fara í efni

Grunnskólanemar heimsækja VMA - opið hús kl. 16:30-18:30

Nemendur í Lundarskóla fylgjast með kynningu.
Nemendur í Lundarskóla fylgjast með kynningu.

Í dag verður efnt til kynningar í VMA fyrir nemendur 9. bekk grunnskóla frá Akureyri og úr nágrannabyggðum. Námið í VMA verður kynnt nemendum, félagslífið og almennt sú þjónusta sem skólinn býður upp á. Í gær komu nemendur úr 9. bekk Lundarskóla á Akureyri í heimsókn í VMA og kynntu sér skólastarfið en 9 bekkingar úr öðrum grunnskólum bæjarins og utan Akureyrar sækja skólann heim í dag.

Seinnipartinn í dag, kl. 16:30 til 18:30, verður síðan opið hús í skólanum fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla og forráðamenn þeirra og alla aðra sem áhuga hafa á að kynna sér skólastarfið í VMA. Nemendur og kennarar verða á staðnum og segja frá náminu í VMA og skólastarfinu.