Grunndeildarnemar í málminum fá vinnugalla að gjöf
01.09.2025
Nemendur í grunndeild málm- og véltæknigreina í VMA eru þessa dagana að fá afhenta vinnugalla. Þessar myndir voru teknar þegar einn hópurinn, ellefu nemendur fengu sína galla afhenta fyrir helgi.
Sem fyrr eru vinnugallarnir sameiginleg gjöf Félags iðn- og tæknigreina (FIT), Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) til allra nemenda sem hefja nám í grunndeild málmiðngreina í VMA. Að þessu sinni eru skráðir tæplega fimmtíu nemendur í grunndeildina.
Þessar gjafir fagfélaganna eru rausnarlegar og sýna hlýhug og stuðning þeirra við nemendur og námið í skólann. Fyrir það vill VMA þakka af heilum hug.