Fara í efni  

Grímsey í mynd og tónum

Grímsey í mynd og tónum
Úr myndbandi Valgerðar Þorsteinsdóttur.

Eitt þeirra verka sem útskriftarnemar á listnáms- og hönnunarbraut sýna nú í Ketilhúsinu og Deiglunni er myndbandsverk Valgerðar Þorsteinsdóttur. Eins og við höfum greint frá hér á heimasíðunni var það tekið upp í Grímsey í mars og síðan hefur það verið í vinnslu. Valgerður tók upp myndbandið, klippti það og setti síðan við það frumsamda tónlist sína sem hún syngur í myndbandinu. Sjón er sögu ríkari.

Útskriftarsýningin stendur til 30. apríl. Sýningarnar verða báðar lokaðar í dag, mánudag, en frá og með morgundeginum og fram á sunnudag verður opið í Ketilhúsinu 12-17 alla dagana. Í Deiglunni verður opið kl. 16-17 á morgun, fimmtudag og föstudag og kl. 12-17 á laugardag og sunnudag. 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.