Fara í efni

Grillað fyrir útskriftarnema

Brugðið á leik í hádegisgrillinu í dag.
Brugðið á leik í hádegisgrillinu í dag.

Á þessum tíma árs, þegar líða tekur að lokum annar, er fastur liður að útskriftarnemar geri sér glaðan dag með kennurum sínum og fagni brátt unnum lífsáfanga.

Kórónuveirufaraldurinn með tilheyrandi samkomutakmörkunum hefur hins vegar gert það að verkum annað árið í röð að ekki hefur reynst unnt að fagna dimmision. Í stað hefðbundinnar dagskrár dimmison í Gryfjunni var brugðið á það ráð í dag að bjóða útskriftarnemum upp á grillpylsur suður undir vegg skólans - í eilitlu skjóli fyrir kaldri norðanáttinni. Nokkrir kennarar, með Sigríði Huld skólameistara, í broddi fylkingar grilluðu ofan í mannskapinn. 

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar við þetta tækifæri og hér eru fullt af myndum til viðbótar sem Hilmar Friðjónsson tók í dag.