Fara í efni

Grill og fjölsótt nýnemaball

Grillað í góða veðrinu í gær.
Grillað í góða veðrinu í gær.

Í þessari viku hefur skólinn boðið nýnema velkomna á tveimur nýnemadögum á Hólavatni í Eyjafjarðarsveit. Nýnemahópnum var skipt og var farið í tvær dagsferðir sl. þriðjudag og miðvikudag á Hólavatn þar sem nýnemar og starfsfólk VMA nutu samveru í fallegu umhverfi og dásemdar sumarveðri.

Lokapunktur nýnemavikunnar var í gærkvöld þegar efnt var til nýnemaballs í Sjallanum. Yfir þrjú hundruð manns sóttu ballið, sem verður að teljastmjög  flott mæting. 

Í gær stóð nemendafélagið Þórduna fyrir hamborgaragrillveislu fyrir nýnema og aðra nemendur skólans og starfsmenn. Tókst þetta mjög vel enda veðurguðirnir í sólskinsskapi. Stjórnarfólk í Þórdunu var á grillvaktinni og stóð sig afar vel.