Fara í efni  

Grafísk hönnun í fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins

Grafísk hönnun í fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins
Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir.

Í dag, þriðjudaginn 27. september, kl. 17-17.40 mun grafíski hönnuðurinn Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir flytja fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í húsakynnum Listasafnsins á Akureyri undir yfirskriftinni Túlkun og teikning. Í fyrirlestrinum segir hún frá vinnu og hugarheimi grafísks hönnuðar og skoðar hvað þarf að hafa í huga þegar unnið er að firmamerki. Þá sýnir hún dæmi um notkun sína á teikningum í hönnunarverkefnum. 

Ingibjörg Berglind útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík og síðar sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2014. Hún er starfandi grafískur hönnuður og rekur hönnunarstofuna cave canem ásamt eiginmanni sínum Finni Dúa Sigurðssyni, sem einnig er grafískur hönnuður. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins, Myndlistarfélagsins og Menntaskólans á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.