Fara í efni  

Góđir gestir úr Húnaţingi vestra

Góđir gestir úr Húnaţingi vestra
Ánćgjuleg heimsókn nemenda úr Húnaţingi vestra.

Um fimmtíu nemendur úr 8. 9. og 10. bekk úr Grunnskóla Húnaţings vestra á Hvammstanga auk kennara ţeirra sóttu VMA heim í gćr og kynntu sér sérstaklega verk- og listnám skólans. Nemendurnir eru búsettir á Hvammstanga og í nágrannasveitum. Áđur voru tveir grunnskólar í sveitarfélaginu, á Hvammstanga og Laugabakka, en skóli á síđarnefnda stađnum hefur veriđ aflagđur og allir nemendur í sveitarfélaginu sćkja nú grunnskólann á Hvammstanga.

Námsráđgjafarnir Ásdís Birgisdóttir og Svava Hrönn Magnúsdóttir tóku á móti gestunum og greindu ţeim í stuttu máli frá námsframbođi VMA og ýmsu er lýtur ađ skólastarfinu. Síđan var nemendahópnum skipt upp í ţrjá minni hópa og námsráđgjafarnir auk Baldvins Ringsted, sviđsstjóra verk- og fjarnáms, fóru međ ţeim á verknámsbrautirnar og listnáms- og hönnunarbraut. Ađ ţví loknu upplýstu forráđamenn Nemendafélagsins Ţórdunu gestina um félagslífiđ í skólanum.

Ţađ er fastur liđur í starfi Grunnskóla Húnaţings vestra ađ elstu bekkjardeildirnar bregđi sér af bć og kynni sér námsframbođ framhalds- og háskóla. Áđur hefur veriđ fariđ suđur yfir heiđar og kíkt í heimsókn í Háskóla Íslands og einnig hefur veriđ fariđ í Landbúnađarháskólann á Hvanneyri. Í ţessari tveggja daga heimsókn til Akureyrar var Háskólinn á Akureyri sóttur heim í fyrradag og einnig var ţá fariđ í heimsókn í annars vegar Norđlenska og hins vegar Norđurorku. Ađ lokinni heimsókn krakkanna í VMA í gćr lá leiđin í Menningarhúsiđ Hof ţar sem bođiđ var upp á skođunarferđ og síđasta heimsóknin var í hin nýju Vađlaheiđargöng – sem allt stefnir í ađ verđi opnuđ á nćsta ári.

Ţađ er ćtíđ ánćgjulegt ađ fá nemendahópa í heimsókn í VMA til ţess ađ kynna sér fjölbreytt starf skólans. Heimsókn nemenda og kennara ţeirra úr Húnaţingi vestra í gćr var einkar ánćgjuleg. Takk fyrir komuna!


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00