Fara í efni

Góðir gestir í VMA frá Danmörku

Góðir gestir í VMA
Góðir gestir í VMA
Í lok október (22.-26. október 2012) komu aðilar frá Tech College Aalborg og úr bæjarkerfinu í heimsókn til Akureyrar til að fræðast um hvernig Íslendingar sjá um verklega þætti starfsmenntunar og almennt um (starfs)menntun ungs fólks. Þetta er verkefni sem er styrkt af Leonardó da Vinci áætlun. Verkmenntaskólinn sá um að kynna íslenska skólakerfið og uppbyggingu verknáms á Íslandi. Jóhannes Árnason kynnti Mentor-verkefnið fyrir þeim.

Í lok október (22.-26. október 2012) komu aðilar frá Tech College Aalborg (nokkurs konar verkmenntaskóli) og úr bæjarkerfinu ('uddannelsesvejledere') í heimsókn til Akureyrar til að fræðast um hvernig Íslendingar sjá um verklega þætti starfsmenntunar og almennt um (starfs)menntun ungs fólks. Þetta er verkefni sem er styrkt af Leonardó da Vinci áætlun.

Verkmenntaskólinn sá um að kynna íslenska skólakerfið og uppbyggingu verknáms á Íslandi. Jóhannes Árnason kynnti Mentor-verkefnið fyrir þeim.

Hópurinn fór í heimsókn á nokkra vinnustaði á Akureyri sem taka nemendur á samning/í starfsnám til að ræða framkvæmd verklega þáttar námsins. Einnig var haft samband við Símey, Rósenborg og Fjölsmiðjuna til að skoða og ræða hvernig má leysa mál einstaklinga sem eiga erfitt með að fóta sig í hefðbundnu skólakerfi.

Eftir allar þessar heimsóknir ræddu gestirnir og stjórnendur VMA um upplifun sína af íslenska skólakerfinu.

Gestir í VMA
Annette J. de Vink, Sigríður Huld Jónsdóttir, Leifur Brynjólfsson frá VMA og gestir

Nöfn gestanna:
1) Paul Heide, Praktikpladskonsulent og international koordinator, Media College Aalborg
2) Anne Marie Johansen, Uddannelseschef, Media College Aalborg
3) Lone S. Kristensen, Ungdomsvejleder, UU-Aalborg (UU= Ungdommens Uddannelsesvejledning)
4) Lene Hedemand, UU-Vendsyssel Øst Vest