Fara í efni

Góð gjöf frá KMN til matvælabrautar

Fulltrúar Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi.
Fulltrúar Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi.

Fulltrúar KMN (Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi) komu á dögunum færandi hendi í heimsókn á matvælabraut VMA og færðu henni að gjöf 55.500 kr. sem styrk til kaffikönnukaupa.

Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri matvælabrautar, vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir þessa góðu gjöf sem komi til með að nýtast mjög vel. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Guðmundur Liljendal Þórsson, Júlía Skarphéðinsdóttir og Magnús Örn Friðriksson.