Fara í efni

Glímdu við lóð í Gryfjunni

Þorsteinn Ægir með persónulegt met, 277,5 kg.
Þorsteinn Ægir með persónulegt met, 277,5 kg.

Það var heldur betur skemmtileg stemning í Gryfjunni í dag þegar efnt var til móts í réttstöðulyftingum, í tilefni af heilsuviku VMA. Tveir kennarar tóku þátt, Ómar Kristinsson og Jóhann Björgvinsson, og nemendurnir, Anna Marý Aðalsteinsdóttir, Hrannar Óttarsson, Hlynur Kristjánsson, Pétur Már Hjartarson, Helgi Fannar Jónsson, Ögri Harðarson og Þorsteinn Ægir Óttarsson. Frábær tilþrif sáust á mótinu og Anna Marý og Þorsteinn Ægir, sem lyfti mestri þyngd í karlaflokki, bættu bæði sinn besta árangur, Anna Marý lyfti 110 kílóum og Þorsteinn 277,5 kílóum.

Stemningin í Gryfjunni var frábær og keppendur óspart hvattir áfram. Hér eru nokkrar myndir frá mótinu - og hér eru fleiri myndir sem Hilmar Friðjónsson tók.

Vert er að þakka fulltrúum Kraftlyftingafélags Akureyrar fyrir að koma og hafa umsjón með mótinu.