Fara í efni  

Glíman viđ túlípanavöndinn

Glíman viđ túlípanavöndinn
Hallgrímur Ingólfsson ađ kenna teikningu.

Ţađ er gömul saga og ný ađ grunnurinn ţarf ađ vera traustur og góđur til ţess ađ unnt sé ađ byggja ofan á hann. Einn af grunnáföngum nemenda á listnámsbraut er teikning, ţar sem fariđ er í öll grunnatriđin í teikningu og nemendur fá góđa ćfingu í ţví ađ teikna ýmis form. Hluti af ţjálfuninni felst í ţví ađ yfirfćra ţvívíđa fyrirmynd í tvívíđa teikningu og jafnvel ţrívíđa.

Ţegar litiđ var inn í tíma hjá Hallgrími Ingólfssyni voru nemendur hans, sem eru á fyrstu önn í náminu, ađ teikna túlípanavönd. Ţađ reyndi á hina ţrívíđu hugsun og hvernig unnt vćri ađ koma fyrirmyndinni á blađ međ öllum sínum skuggum og sjónrćnu tilbrigđum.

Hallgrímur segir ađ hann noti margar og mismunandi fyrirmyndir í tímunum, međ ţví móti fái nemendur fjölţćtta ţjálfun í ađ teikna. Hann segir aldrei of mikla áherslu vera lagđa á teikningu, í hvađa átt sem nemendur fari ađ loknu námi á listnámsbraut sé mikilvćgt og í raun nauđsynlegt ađ nemendur séu fćrir um ađ geta gripiđ til blýantsins til ţess ađ rissa fríhendis upp ólík form.

Hér eru nokkur dćmi um blýantsteikningar sem hafa orđiđ til í haust í ţessum fyrsta grunnáfanga nemenda í teikningu.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00