Fara í efni

Glíma við listmunasmíðina

Kristín Petra leiðbeinir áhugasömum nemendum.
Kristín Petra leiðbeinir áhugasömum nemendum.

MML 1024 – Listmunasmíði er valáfangi sem Kristín Petra Guðmundsdóttir, gullsmiður, kennir núna á haustönn. Nemendur koma úr hinum ýmsu deildum VMA og einnig reyna nokkrir starfsmenn skólans fyrir sér í listmunasmíðinni.

Eðli málsins samkvæmt er listmunamíði mikið nostur og reynir verulega á þolinmæðina. Þegar litið var inn í kennslustund hjá Kristínu Petru voru nemendur að búa sér til ýmsa skrautgripi úr silfri og kopar. Einn nemendanna hafði á orði að þetta væri mikið þolinmæðisverk en jafnframt mjög skemmtilegt. Annar sagði að þessir tímar væru þeir skemmtilegustu í hverri viku og góð hvíld frá hinu daglega bóknámi.

Kristín Petra segir að þessi áfangi í listmunasmíði sé grunnáfangi þar sem hún kenni grunn vinnubrögðin í gullsmíði, m.a. hvernig hlutir eru sagaðir og slípaðir til. Ákveðin verkefni eru lögð fyrir – m.a. smíði á hringum, en í lokin smíða nemendur eitthvert stykki að eigin vali.

Hér má sjá nokkrar myndir úr kennslustundinni.