Fara í efni

Gleðin við völd á 30 ára afmælishátíð Þórdunu

Páll Óskar í góðum gír á árshátíðinni. Mynd: HF
Páll Óskar í góðum gír á árshátíðinni. Mynd: HF

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á 30 ára afmælishátíð nemendafélagsins Þórdunu sl. föstudagskvöld í Sjallanum. Frá fyrstu mínútu var mikil og góð stemning og fólk skemmti sér hið besta. 

Ástæða er til að óska Þórdunu til hamingju með  afar vel heppnaða afmælishátíð. Allir sem að komu og lögðu hönd á plóg eiga skilið mikið hrós. Sérstakt hrós til stjórnar Þórdunu, sem báru hitann og þungann við skipulagningu hátíðarinnar, og að sjálfsögðu framreiðslunemanna og kennara þeirra. Framreiðslunemarnir í 2. og 3. bekk í náminu sáu um framreiðslu á hátíðinni og þjónustan var fyrsta flokks!

Hilmar Friðjónsson og Árni Már Árnason voru með myndavélarnar á lofti á afmælishátíðinni og í þessum myndaalbúmum má sjá afraksturinn:

Myndaalbúm 1 - Árni Már Árnason
Myndaalbúm 2 - Árni Már Árnason
Myndaalbúm 1 - Hilmar Friðjónsson
Myndaalbúm 2 - Hilmar Friðjónsson 
Myndaalbúm 3 - Hilmar Friðjónsson
Myndaalbúm 4 - Hilmar Friðjónsson
Myndaalbúm 5 - Hilmar Friðjónsson
Myndaalbúm 6 - Hilmar Friðjónsson