Fara í efni

Gleðin við völd

Með gómsætar smákökur í morgunsárið!
Með gómsætar smákökur í morgunsárið!

Í vetur hefur stjórn nemendafélagsins Þórdunu staðið fyrir svokölluðum gleðidögum á fimmtudögum og þá er ýmislegt skemmtilegt gert - uppákomur í Gryfjunni og nokkrum sinnum hefur stjórnarfólk tekið á móti nemendum og starfsmönnum að morgni dags með brakandi nýbökuðu brauð, drykkjum eða nammi af ýmsum toga. Þetta hefur verið bráðskemmtilegt og eiga stjórnendur Þórdunu skilið mikið lof fyrir framtakið. 

Í gær var einn af þessum gleðilegu fimmtudögum því nemendur fengu við komuna í skólann þessar líka fínu smákökur sem stjórnarmenn í Þórdunu bökuðu sl. miðvikudag í eldhúsi matvælabrautar. Sannkallaðar kaloríubombur í byrjun dags og veitti ekki af í vetrarkulinu í gær!