Fara í efni

Gleðin og gaman á opnu húsi og í vorhlaupi

Ræst í Vorhlaup VMA 2024. Mynd: Hilmar Friðjónsson.
Ræst í Vorhlaup VMA 2024. Mynd: Hilmar Friðjónsson.

Fjöldi fólks lagði leið sína á opið hús í VMA seinnipartinn í gær til þess að kynna sér skólastarfið. Kennarar og nemendur svöruðu fyrirspurnum og sögðu frá starfinu á hinum ýmsu brautum skólans. Fólk kom víða að til þess að skoða VMA og var virkilega ánægjulegt að fá alla þessa góðu gesti í heimsókn í skólann. Hér eru nokkrar myndir frá opna húsinu og Hilmar Friðjónsson tók líka myndir sem eru hér.

Þá var ekki síður vel heppnað Vorhlaup VMA sem var ræst í á sama tíma og opið hús stóð yfir. Þar var sannarlega gleðin við völd enda aðstæður í einu orði sagt frábærar. Hlaupið gekk afar vel og framkvæmdin hin prýðilegasta af hálfu starfsmanna og nemenda skólans sem hafa lagt hönd á plóg síðustu daga og vikur í undirbúningnum.

Hér eru tímar þátttakenda í hlaupinu.

Hér er fullt af myndum úr hlaupinu sem Óskar Þór Halldórsson og Valgerður Dögg Jónsdóttir tóku og hér eru einnig myndir sem Hilmar Friðjónsson tók.