Fara í efni

Gleðilegt sumar!

Þó svo að veðurguðirnir séu ekki í neinu sérstöku sumarskapi segir almanakið okkur að sumarið hefjist með formlegum hætti í dag. Skólaárið brátt á enda, einungis fimm kennsludagar eftir. Dimmision útskriftarnema verður á fimmtudag í næstu viku, á síðasta kennsludegi, og síðan hefjast annarprófin mánudaginn 4. maí. 
Verkmenntaskólinn á Akureyri óskar starfsmönnum, nemendum og landsmönnum öllum gleðilegra og góðra sumardaga!