Fara í efni

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!
Gleðilegt sumar!

Starfsfólk VMA óskar nemendum gleðilegs sumars og um leið minnum við á að á sumardaginn fyrsta er skólinn lokaður. Föstudaginn 20. apríl verður sameiginlegur starfsþróunardagur kennara og starfsmanna framhaldsskólanna á Norðurlandi og engin kennsla, þ.e. frídagur fyrir nemendur. 

Á föstudaginn verða hér í VMA um 260 manns frá sex framhaldsskólum; VMA, MA, Framhaldsskólanum á Húsavík, Laugum, Menntaskólanum á Tröllaskaga og frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Haldnir verða fyrirlestrar ásamt því að starfsfólk hittist í faghópum til að ræða sameiginleg málefni innan hvers fags eða starfs.