Fara í efni

Gleðilegt nýtt ár!

Verkmenntaskólinn á Akureyri óskar nemendum, starfsfólki, velunnurum skólans og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu 2016.

Kennsla á vorönn hefst samkæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar. Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í Innu fimmtudaginn 5. janúar. 

Fundur með nýjum og endurinnrituðum nemendum verður haldinn í M-01 kl. 13:30 fimmtudaginn 5. janúar. Mikilvægt er að þeir nemendur sem hafa ekki áður verið í skólanum eða ekki verið í VMA sl. tvö ár, mæti á þann fund. 

Bestu óskir um gott gengi á vorönn 2017.