Fara í efni

Gleðilegt ár 2026!

Verkmenntaskólinn á Akureyri óskar nemendum, starfsfólki, velunnurum skólans og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári 2026 með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Eftir gott jólafrí styttist í að skólastarfið hefjist aftur á nýju ári. Skrifstofa skólans verður opnuð föstudaginn 2. janúar kl. 10, mánudaginn 5. janúar verður undirbúningur kennara og starfsfólks fyrir önnina, þriðjudaginn 6. janúar verður upplýsingafundur fyrir nýja nemendur (sem ekki hafa verið í VMA áður) og endurinnritaða. Á fundinum, sem verður í stofu C04 kl. 11.30-12.00, verða veittar upplýsingar um skólann og skólabyrjun.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7. janúar