Fara í efni

Gleði og gaman á dimmision

Gaman á dimmision. Mynd: Hilmar Friðjónsson.
Gaman á dimmision. Mynd: Hilmar Friðjónsson.
Nemendur og starfsmenn VMA skemmtu sér hið besta á dimmision sem fram fór í gær. Að venju var dagurinn tekinn snemma og mættu útskriftarnemendur (sem annað hvort útskrifast 27. maí nk. eða fyrir næstu jól) á milli hálf sex og sex í gærmorgun og fengu hressingu í boði VMA - kakó og kleinur - áður en haldið var í hringferð í bæinn á opnum vögnum. Hilmar Friðjónsson mætti í gærmorgun "vopnaður" myndavél og dróna og tók þessar skemmtilegu myndir.
Í hringferð sinni um bæinn voru kennarar heimsóttir og kvaddir formlega. Eftir hringferðina var aftur haldið upp í VMA og þá tók við skemmtileg samverustund í Gryfjunni þar sem nemendur og kennarar reyndu með sér í hinum ýmsu þrautum og að því búnu bauð skólinn útskriftarnemum upp á hressingu á kennarastofunni.