Fara efni  

Glei nnemaferunum

Glei  nnemaferunum
Nnemarnir skemmtu sr vel.
Nna upphafi sklarsins er a vanda efnt til nnemafera ar sem fari er me nnema sm feralag tfyrir binn nnar tilteki fram Eyjafjararsveit og ar nokkrum stum. Ferirnar eru liur v a taka vel mti nnemum vi sklann og reynslan snir a r eru vel til ess fallnar a hrista nnemahpinn saman upphafi sklars.

Núna í upphafi skólaársins er að vanda efnt til nýnemaferða þar sem farið er með nýnema í smá ferðalag útfyrir bæinn – nánar tiltekið fram í Eyjafjarðarsveit – og áð þar á nokkrum stöðum. Ferðirnar eru liður í því að taka vel á móti nýnemum við skólann og reynslan sýnir að þær eru vel til þess fallnar að hrista nýnemahópinn saman í upphafi skólaárs.

Þar sem nýnemahópurinn er afar fjölmennur núna á haustönn er ferðunum deilt niður á nokkra daga. Fyrsta ferðin var farin sl. mánudag og sú síðasta verður á morgun, fimmtudag.

Í dag fara kennararnir Karen Malmquist, Birna Baldursdóttir og Anna Berglind Pálmadóttir með nýnemunum og á morgun verða kennararnir Hrafnhildur S. Sigurgeirsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Hilmar Friðjónsson með í för.

Sem fyrr segir eru þessar ferðir afar mikilvægar í upphafi skólaárs og bros á andlitum nemenda eru til marks um að þeim þykir mikið til koma. Farið er í heimsókn til Helga, hins fjölhæfa bónda í Kristnesi, Smámunasafnið í Saurbæ er skoðað og loks er farið í sælureitinn Hólavatn, þar sem brugðið er á leik með ýmsum hætti.

Í nýnemaferðinni sl. mánudag var Véronique Legros, kennari á listnámsbraut VMA, með myndavélina á lofti og tók þessar myndir.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.