Fara í efni

Gleði á opnu húsi og í vorhlaupi

Upphaf Vorhlaups VMA 2023.
Upphaf Vorhlaups VMA 2023.

Það var líf og fjör í VMA í gær þegar skólinn hafði opið hús fyrir gesti og gangandi. Fjölmargir lögðu leið sína í skólann og kynntu sér starfsemi hans – bæði á verklegum brautum og bóknámsbrautum.

Opna húsið hófst kl.16:30 og stóð í tvo tíma og kl. 17:30 var síðan ræst í Vorhlaup VMA 2023 og eins og vera ber var þar rífandi stemning. Hlaupaveðrið var ljómandi gott, þó svo að lofthitinn væri á frekar lágum nótum.

Keppt var í fimm flokkum; grunnskólaflokki 5 km, framhaldsskólaflokki 5 og 10 km og opnum flokki 5 og 10 km. Hér eru úrslit í Vorhlaupi VMA.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki, auk fjölda útdráttarvinninga.

Hér eru myndir sem Hilmar Friðjónsson tók á opnu húsi og hér eru myndir sem Steinunn tók við sama tækifæri.

Hilmar og Steinunn tóku líka fullt af myndum af þátttakendum í vorhlaupinu.

Myndaalbúm 1 - Steinunn
Myndaalbúm 2 - Steinunn
Myndaalbúm 3 - Hilmar
Myndaalbúm 4 - Hilmar

VMA þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á opið hús í skólanum í gær og tóku þátt í Vorhlaupi VMA. Þetta var stórskemmtilegur dagur!