Fara í efni

Glæsileg greiðsla á Glerártorgi

Frá sýningunni á Glerártorgi
Frá sýningunni á Glerártorgi
Af sýningu hársnyrtinema í VMA á Glerártorgi síðdegis í dag mátti ráða að dagurinn hafi einkennst af annríki hjá útskriftarnemunum, en þema í hárgreiðslu og klippingum dagsins var jól og áramót.

Af sýningu hársnyrtinema í VMA á Glerártorgi síðdegis í dag mátti ráða að dagurinn hafi einkennst af annríki hjá útskriftarnemunum, en þema í hárgreiðslu og klippingum dagsins var jól og áramót. 

Fjölmenni fylgdist með módelunum sýna vinnu hársnyrtinemanna. Um leið var þetta tískusýning því nokkrar fata- og skóverslanir lögðu hársnyrtinemunum lið með sýninguna og létu módelunum í té klæðnað og skó. Kunna nemendur þessum verslunum bestu þakkir fyrir hjálpina sem og öðrum sem aðstoðuðu við að gera sýninguna að veruleika.

Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar á sýningunni á Glerártorgi í dag.
 
Og hér er fullt af flottum myndum til viðbótar sem Hilmar Friðjónsson tók á sýningunni á Glerártorgi.