Fara í efni

Gettu betur: VMA mætir MÍ

VMA mætir Ísfirðingum í fyrstu umferð Gettu betur.
VMA mætir Ísfirðingum í fyrstu umferð Gettu betur.

VMA mætir liði Menntaskólans á Ísafirði í fyrstu umferð spurningakeppninnar Gettu betur í Ríkisútvarpinu miðvikudagskvöldið 13. janúar nk. Dregið var í fyrstu umferð keppninnar í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Að þessu sinni taka 29 skólar þátt í Gettu betur. Í fyrstu umferð, sem verður að vanda í útvarpinu, verða fjórtán viðureignir, sem þýðir að einn skóli situr yfir í fyrstu umferð, þ.e. Menntaskólinn í Reykjavík, sigurvegari Gettur betur sl. vetur. MR kemur síðan inn í aðra umferð. Fyrsta umferðin skiptist niður á fjóra daga, 11.-14. janúar, og sem fyrr segir mun VMA mæta Ísfirðingum í fyrstu umferð 13. janúar.
Lið VMA skipa Stefán Jón Pétursson, Steingrímur Viðar Karlsson og Margrét S. Benediktsdóttir. Þjálfari þeirra er Urður Snædal.

Mánudagur 11. janúar
Kvennaskólinn í Reykjavík – Menntaskólinn á Egilsstöðum
Fjölbrautaskóli Suðurlands – Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
Menntaskólinn á Akureyri – Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Tækniskólinn – Framhaldsskólinn á Laugum

Þriðjudagur 12. janúar
Menntaskólinn við Sund – Framhaldsskólinn á Húsavík
Fjölbrautaskólinn við Ármúla – Menntaskólinn við Hamrahlíð
Verslunarskóli Íslands – Flensborgarborgskólinn í Hafnarfirði
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Miðvikudagur 13. janúar
Borgarholtsskóli – Verkmenntaskóli Austurlands 
Fjölbrautaskóli Snæfellinga – Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Verkmenntaskólinn á Akureyri – Menntaskólinn á Ísafirði

Fimmtudagur 14. janúar
Menntaskólinn í Kópavogi -  Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Menntaskóli Borgarfjarðar – Menntaskólinn á Laugarvatni